Hvernig getur verið liðið næstum því ár verið liðið frá síðustu færslu ? Ótrúlegt.
Það sýnir kannski hversu "aktvív" ég hef verið í ræktinni og matarræðinu. Hef haldið mig svona réttum megin í lífinu, með hálfan rassinn í ræktinni - borða semi hollt en er ekkert að stressa mig of mikið á mistökum. Tók nokkra mánuði í fjarþjálfun hjá Valgeir Gauta síðasta sumar og náði frábærum árangri. Ég er byrjuð aftur á lyftingarprógraminu frá honum.
Jólin voru æði þar sem hápunkturinn var kalkúnninn sem Guðjón vinur minn eldaði hérna í árlegu matarboði sem ég held. Annars var gætt sér á hamborgarhrygg, hægelduðum nautalundum, nóg af graflaxi og alltof mikið af súkkulaðimús.
Fyrir konu sem nægir að horfa á rauða kók til þess að fitna. Þá er eins gott að breyta þessu hið snarasta.
Árið 2014 er tíminn til að hrista uppí þessu og koma sér af stað á ný.
Ég dældi áðan inn fullt af hollum hugmyndum af mat á borð sem ég var að búa til á Pinterest, sjá
hér.
Nú er það bara fulla ferð áfram eða, eins og ég ætla að tagga instagram færslurnar mínar af matnum sem ég er að brasa, #letsdothis
Þið finnið mig á pinterest undir www.pinterest.com/mariaeinarz
Þið finnið mig á instagram undir maria_einarz
Þið finnið mig á twitter á gamla netheimanafni mínu twitter.com/majae
Komið að leika !
En yfir í alvöruna....
Í kvöld borðaði ég mat sem er rosalega oft hérna á virkum dögum. Syni mínum til mikillar ánægju.
Ég bakaði kjúklingabringu með slatta af Chicken and steak kryddi og Svörtum pipar frá Santa Maria. Notaði ca. 1/2 msk af olíu til að pensla aðeins bringurnar.
Með bringunum var ég með bakað grasker: ég afhýddi það, skar niður í sneiðar og setti á bökunarpappír. Penslaði með smá olíu og kryddaði með herbamare og pipar. (báðum megin).
Setti graskerið inní ofn á 200 og ca. 15 mín síðar setti ég kjúklingabringurnar (set þær líka á bökunarpappír - mér leiðist uppvask).
Skar niður vínber og smá gúrku og blandaði við ca 2 lúgur af sallati. Bætti smá feta útí.
Þetta bar ég fram með kotasælu sem ég pipraði rosalega vel.
Rosalega góð og þægileg máltíð. Ég elda alltaf nóg til að eiga daginn eftir til að spara mér smá tíma í eldhúsinu. Jafnvel þó það sé uppáhalds staðurinn minn í húsinu.
Vonandi prófið þið og smakkast vel.
Þangað til næst.
xoxo