Saturday, September 29, 2012

Hafra-pönnukökur (án hveitis)

Á hverjum morgni fæ ég mér hafragraut með rúsínum, kanil og mjólk. Þetta finnst mér góður morgunmatur sem heldur mér gangandi lengi. (1dl hafrar + 2 dl vatn dash salt).

Í dag langaði mig að breyta af vananum. Krónprinsinn í borginni þannig að mig langaði að gera vel við mig. Eftir mikið gúggl ákvað ég að gera tilraun sem heppnaðist mjög vel og þetta verður gert aftur. Ekki spurning.

Miðað við þessa uppskrift og að maður gerir pönnsurnar í svona "amerískum stíl" þá eru þetta 6 stykki. Ég fékk mér 3 stykki, gúrku, papriku, ost og skinku og ég er vel södd. Þannig að þetta ætti að duga vel fyrir tvo - þessi uppskrift. Svo er auðvitað hægt að skrambla egg og steikja beikon og gera þetta keppnis.


Fyrst tók ég 1,5 bolli af höfrum og skellti þeim í blandaran til að dufta þá aðeins upp. Setti í skál með 1/2 tsk af lyftidufti, 1/2 tsk. salt, 1/2 tsk. kanill.

Í sér skál fór svo 1 bolli af léttmjólk, 1/2 tappi vanilludropar, 1 tsk. agave (má sleppa - mig langaði bara í e-ð sætt) og 1 egg. Þessu er bætt útí þurrefnin

Gott er að láta deigið sitja aðeins á meðan pannan er hituð og þá er einmitt fínt að ganga frá. ;)

Hitaði pönnuna svo vel, spreyaði með pan am og  hellti ég deiginu útá pönnuna og steikti þar til girnilegt.

Dásamlega gott og tók rétt tæplega 20 mín og mæli ég með Jim Morrison og vinum í Doors með þessari blöndu. xoxo.

Uppskrift: 

1,5 bolli af höfrum (hakkaðir í blandara)
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk kanill
1 bolli mjólk
1 tsk. agave (má sleppa)
1/2 tappi vanilludropar
1 egg.



No comments:

Post a Comment