Það er ekki sama hvernig maísbaunir maður notar. Þótt ótrúlegt megi virðast. Orville poppið er lang best og fær það fullt hús stiga. Það bæði poppast betur maís-inn (verða ekki afgangsbaunir eins og ef maður notar Maxi-poppbaunirnar eða þessar í grænu pokunum) OG poppið verður mjúkt. Hart popp er ekki gott popp. Það er nauðsynlegt að nota Maxi-poppsalt að mínu mati og gildir reglan um 2 msk olíu á móti 1 dl af popp maís. Muna að hita olíuna vel áður en baunirnar fara útí. Sá skammtur dugar fyrir okkur krónprinsinn og er hægt að margfalda, stækka og minnka eftir hentugleik. Afgang af poppi þarf ekki að henda heldur má setja í poka og japla á daginn eftir.
Ég hef alltaf verið hrifin af krydduðu poppi og hef ég gert allskonar tilraunir eftir að ég smakkaði fyrst kryddað popp á uppáhalds veitingastaðnum mínum RUB23.
Þetta eru reyndar engin geimvísindi en ég mæli með að prófa þetta. Þetta getur verið bæði skemmtileg tilbreyting fyrir saumaklúbbinn eða öðruvísi nasl á undan mat í matarboði. Man eftir einum kandídat í Masterchef hjá meirstara Ramsey sem útbjó mjög hipp og kúl forrétt þar sem kryddað popp kom við sögu. En það er svosum önnur saga.
Ég hef, eftir þónokkrar tilraunir fundið blöndu sem mér finnst mjög góð. En auðvitað notar maður bara krydd eftir smekk.
Ég myndi segja þetta vera fínan skammt fyrir einn (maður er ekkert að gúffa í sig þessu poppi líkt og með venjulegt, heldur er þetta meira tilbreytingin og smakkið).

Uppskrift:
2 bollar poppað poppkorn.
2 msk olía (eða brætt smjör)
1/2 tsk chili duft
1/2 tsk poppsalt frá Maxi
1/2 tsk svartur pipar
1/2 tsk lemon & herb krydd frá Mccormic
1/4 tsk onion krydd
1/4 tsk hvítlaukskrydd.
Kryddum og olíu blandað saman. Poppinu dreyft á bökunarplötu og olúsullið látið dreypa yfir (og velt svo aðeins til á plötunni).
Síðan fer þetta inní ofn á 170 í 10 mín ca.
Verði ykkur að góðu.
No comments:
Post a Comment