Sunday, February 24, 2013

Konu- og óskarsverðlaunadags brönsj.





Ég fékk skemmtilega bón í síðustu viku um að birta með reglulegu millibili matarpistla á vefinn Innihald.is sem er rosalega flottur vefur um málefni líðandi stundar. Ég mun halda áfram að blogga hér, enda tilgangurinn fyrst og fremst með þessu bloggi að halda utan um uppáhalds uppskrfitirnar mínar á einum stað. Ég er auðvitað mest ánægð að heyra af vinkonum og vinum sem geta nýtt þetta líka. 

Ég er auðvitað bara áhugakvendi og matarpervert af hjarta og sál og veit hvað er gott á bragðið. Þannig að vonandi hneyksla ég enga atvinnumenn með amatúrheitum.

Dagurinn verður æði. Konudagur OG óskarsverðlaunin í kvöld. Á konudaginn eru allir strákar sem ég þekki góðir og kurteisir og fínir - enda allir piltarnir mínir fyrirmyndamenn.  Í kvöld er síðan  rauði dregillinn og allt fræga og fína fólkið að flissa saman í fallegum fötum. Ég er búin að sjá lang-flestar tilnefndu myndanna en einhverjar á ég inni. Ég ætla að twittera eins og óð í dag, kvöld og nott um myndirnar, tískuna og síðast en ekki síst Seth MacFarlane sem verðua að stjórna hátíðinni í fyrsta skipti. Hann er faðir Family Guy sem eru þættir í miklu uppáhaldi á þessu heimili. Ég er á Twitter undir @majae - reyndar var ég bara að bursta rykið af twitter accountinum mínum en ég ætla að gera aðra tilraun til að detta í menninguna þar.

Þegar ég vaknaði í í faðmlögum við Maccann setti ég Zeppelin á fóninn og ákvað að skoða hvað ég gæti mixað saman í eldhúsinu. Lög eins og Tangerine, Fool in the Rain og Going to California fara afskaplega vel með konudagsbrölti. Sérstaklega Going to California sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana. 

Almennt þá forðast ég hveiti, sykur og sterkju í mínu matarræði. Stundum bregð ég útaf vananaum og í dag er sá dagur. Um helgar geri ég yfirleitt alltaf Hafrapönnsurnar mínar en ég ákvað að nýta þetta heilhveiti sem ég átti uppí skáp. Held það væri sniðugt líka að nota spelt ef það er til. (yfirleitt er alltaf hægt að skipta út spelti eða heilhveiti bara út fyrir hvítt hveiti (sem er frá djöflinum) án þess að það komi niður á bragði. Á þetta bæði við afmæliskökur og brauðbakstur.)

Þessi skammtur ætti að duga fyrir fjóra stóra menn eða 3 einstæðar mömmur með eitt barn hvor.

Þar sem ég var að búa til uppskrift jafn óðum og hún varð til þá urðu pönnsurnar ekki jafn margar og ættu að vera en ég gleymdi að setja egg út í fyrstu þrjár. Fannst vanta smá sætindi í næsta smakki og svo klúðraði ég smá meira og þannig koll af kolli. Niðurstaðan er samt þessi, og þó ég segi sjálf frá, að þetta eru ljómandi góðar amerískar heilhveitipönnsur í hollari kantinum.

Best er að setja bara þurrefnin saman í skál og svo hræra mjólkinni útí rólega (til að það myndist ekki kekkir) og svo sulla restinni af blauta dóteríinu útí. Ég nota ekki smjör eða olíu þegar ég er að setikja heldur nota ég Pan Am sprey. Þeir sem vilja meina að eiturefnin í því séu verri heldur en kaloríurnar í olíunni/smjörinu mega fara eitthvert annað því ég hlusta ekki á svona vitleysu. Eða finna almennileg rök fyrir því á internetinu og senda það á tölvupósti á: idontcare@gohome.is


Uppskrift:

2,5 dl hveiti 
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt 
3 dl létt mjólk 
2 msk ólive olía
1 egg
1/2 - 1 tsk agave sýróp 
1/2 tsk vanilludropar
1/3 tsk sítrónudropar



Það elska allir beikon. Í tilrauneldhúsi Maríu gerði ég samt beikon sallat um daginn sem var svo rooooosalega vont að mig hryllir enn við tilhugsuninni við að borða beikon. Þannig að ég steikti tvær skinkusneiðar sem ég skar í strimpla. Það kom ljómandi vel út. 


Með því lét ég fylgja steikt egg (sleppti saltinu og steiki eggið báðum megin, því það er betra (finnst mer)), brytjaði niður epli, banana, vínber og jarðaber. Síðan fylgdu einnig með nokkrar sneiðar af 17% sveitaost - sem er rosalega góður. Það hefði ekki verið leiðinlegt að eiga Camambert eða annan góðan ost. 

Þetta ber ég fram með Caffe Latte að hætti hússins með sykurlausu vanillusýrópi og haug af ást. 

Njótið dagsins og áfram Django Unchained !! Jú og konur. 











No comments:

Post a Comment