Tuesday, January 28, 2014

Kínóa með mango, svörtum baunum og rauðlauk

Kínóa kynntist ég þegar ég fór á námskeið hjá Heilsumömmunni sem var haldið í fyrra. Ég tók fullt af sniðugri vitneskju með mér heim sem ég hef nýtt mér óspart.

Upplýsingar um kínóa er t.d. hægt að fá hér á vefsíðu Transform en þar kemur fram að það er stútfullt af allskonar góðu fyrir okkur. Sterkja, sem finnst í grjónum og kartöflum er auka kolvetni sem ég hef ekkert við að gera og reyni ég að forðast hana að mestu. Nema þegar ég er auðvitað í ruglinu og ét til að gleyma.

Það er hægt að útfæra kínóa á allan mögulegan hátt og hef ég verið óhrædd við að setja allt sem til er í ískápnum útí til að djúsa það aðeins upp.

Í þetta skiptið nota ég uppskrift sem ég lærði á námskeiðinu góða. Svona að mestu leiti.

Kónóa:

2. dl kínóa - lagt í vatn í 30 mín eða lengur. Fínt að setja yfir nótt en þar sem ég gleymi því alltaf - þá     læt ég hálftíman duga.
1 dl. mangó, skorið í bita.
1 dós svartar baunir.
1 rauðlaukur
Grænmetiskraftur
Kúmen

Fyrst er blessað kínó-aið lagt í bleyti. Þeir sem eru skipulagðir leggja það í bleyti snemma. Ég yfirleitt gleymi því alltaf. Og læt það vera í köldu vatni í hálftíma. Við það að vera í köldu vatni þá skolast af því húðin sem er á því og það belgist út.

Því næst er það sigtað og sett í pott með tvöföldu magni af vatni. (4 dl vatn á móti 2 dl kínoa)


Látið sjóða í svona ca. 30 mín. Ég bæti eiginlega alltaf 1 dl að vatni til viðbótar. Grænmetisteningurinn og kúmenið (ca 1. tsk samt bara eftir smekk (smakka!!)



Þegar það er soðið er það sett í ísskáp til kælingar (það er líka mjög gott að vera með það     heitt, en magnó-ið verður svo fönkí ef maður kælir það ekki). Ef ég væri með spínat og lauk t.d. væri ég með það heitt.


Svörtu baunirnar skolaðar úr dósinni (hægt að kaupa líka sem maður leggur í bleyti). 


Allt jukkið tilbúið til að fara útí kínó-aið


Mixað og fínt. 


Kryddaði kjúklinginn með þessari baneitruðu og góðu blöndu. 


Borið fram með grænkáli og tómötum. Kreisí gott! 


Og þetta er brjál gott daginn eftir og daginn eftir það og einn til viðbótar!! Fínt að borða í hádeginu með einhverju grænmeti útí eða side diskur með harðsoðnum eggjahvítum eða hvað sem hugurinn girnist! 

Bon appetit!




No comments:

Post a Comment