Instant súpur hafa verið undirstaða matarræðis okkar
erfingjans síðustu vikur. Hef ekki verið heima hjá mér síðustu helgar þar sem
tónlistargleði hefur átt hjartað mitt á m.a. Akureyri að hlusta á Dúndurfréttir
og Airwaves þar sem augu mín og hjarta opnuðust þegar ég sá brjálæðislega góða tónlistarfólkið okkar.
Þegar myrkrið og snjórinn kemur er erfitt að finna taktinn
og rífa sig úr sófanum en fyrsta skrefið er að búa til góðan playlista. Slökkva á sjónvarpinu og
standa upp. Það virkar – án gríns.
Á meðan ég gekk frá sumarhúsgögnunum í gær (ég veit!), náði í jólaskrautið, þreif, bakaði, eldaði og bjó til sykurlausa sultu (uppskrift kemur) þá hlustaði ég á stórfurðulega blöndu af Motown, 70´s rokki, islenskum dægurlögum og rappi. Það var stórfínt, þannig að það er frjáls tónlist með þessari uppskrift.
Síðan byrjaði mögulega það mest pirrandi ferli sem ég hef
lent í, í seinni tíð. Ég ákvað að fara ódýrt útúr þessu og henti döðlunum í
matvinnsluvél til að flýta fyrir mér. Ekki gera það ! Þetta þarf að verða
allsherjar mauk og því flutti ég döðluófétin yfir í blandarann sem bræddi úr
sér eftir að hafa verið erfiður í alltofmargar mínútur. The little things in
life. Úff. Nú ætla ég að safna mér fyrir almennilegum blandara. Þriðji blandarinn farinn yfir móðuna miklu.
Endaði með að töfrasprota þetta þannig að úr varð þetta fína
mauk.
Útí döðlujukkið blandaði ég 1 dl. af kókosolíu (fljótandi) og 2 dl
af kakó (átti ekkert lífrænt bara gamaldags bökunarkakó). Að lokum setti ég útí
smáááá skvettu af vanilludropum (ca 1/2 tsk) og síðan 2,5-3 dl af kókosmjöl
(frá Sollu).
Þessu hrærði eg saman og rúllaði svo í litlar kúlur.
Sumum þeirra velti ég síðan uppúr kókosmjöl og inní frysti fór þetta.
Þetta er mega
ótrúlega æðislega gott og komið er nýtt uppáhalds „égdeyefégfæekkinammi“
söbstittúttið. Meiraðsegja krónprinsinn sem finnur lyktina af heilsusullinu hennar móður sinnar í mílu fjarlægð með tilheyrandi grettum og fussi - smakkaði og fannst gott. Það er ákvðinn sigur.
Mæli með þessu fyrir þá sem vilja ekki borða ógeð en samt fá
e-ð gott og verður þetta hluti af jólakonfektinu í ár. :) Þetta flokkast ekki sem jólabakstur.
Uppskrift:
2. dl döðlur
Dash af appelsínusafa (bleyta döðlurnar)
1 dl kókosolía
2 dl. Kakó
Vanilludropar
2,5 – 3 dl kókosmjöl
Kókosmjöl til að velta kúlunum uppí.