
Þetta er fínn réttur fyrir 4 meðal-mat-granna. (konuhlutföll) og mæli ég með set-listanum af celibration day tónleikum Zeppelin með þessum rétt.
Maður byrjar á því að skera niður 3 bringur (600 gr), það er vel hægt að leika sér með hlutföllin og klæða stakk eftir vexti. Steikir þær og ég sulla kryddum útá, kjúklingakryddi, maldon og pipar t.d. Ég er mjög sérstök varðandi matinn minn og ég vill hafa hann smátt skorinn. Í höfðinu á mér er maturinn betri á bragðið þannig. Trust me.
Á meðan það brúnast er fínt að hita vatn og græja kúskús-ið.
(upplýsingar aftan á pakka, ég nota einn poka líkt og ég keypti núna (e-ð voða fansí með sólþurrkuðum og allskyns gúmmulaði útí) ef ég er
með venjulegt kús kús miða ég við fyrir 3-4). Fínt er að nota olíuna úr
fetaostinum útá kús kús-ið. Áhugavert væri að gera tilraun með bankabygg
líka ?
Skera niður rauðlauk – ég vill hafa mikið af rauðlauk og því
nota ég heilan. Þeir sem vilja fara í sleik síðar um kvöldið mega minnka
laukmagnið.
Þar sem krónprinsinn var að borða með mér hafði ég lítið af sólþurrkuðum. Skar þá niður í nifteindir (3-4 stykki) og blandaði útí. Hann mun aldrei vita af því, múahahahhaha. Annars fer ég heldur frjálslega með sólþurrkuðu þegar hann borðar ekki - því meira því betra - fer eftir sköpum og stund.

Síðan kemur það skemmtilega – sullar öllu kjúklina-sósu-gumsinu
í skál, kús-kús útí, spínat næst, þar næst, fetaostur, sólþurrkaður og rauðlaukur. Hrærir
saman án þess að fórna spínatinu í of miklar klessur.
Þetta er borið fram með ást og hamingju
*Ég hef reyndar stundum
splæst smá smyrslu af smjöri yfir Fitty brauð, ost yfir það, smá olíu ofaná
ostinn og hvítlauksduft yfir það og inní ofn á blástur í 10 mín ca. Eða ef þið eruð grand – mögulega hvítlauksbrauð
sem keypt er útí búð. Ég tími ekki kaloríunum mínum í slíkt núna í meistaramánuði
og því sleppi ég brauðinu enda stendur þessi réttur alveg vel einn.
Uppskrift:
3 bringur (600 gr)
Spínat myndi skjóta á 30-40 g.
Salt, pipar og kjúklingakrydd.
Sólþurrkaðir tómatar (notaði 3-4 en fer eftir smekk manna)
Feta ostur. Ég er forfallinn feta-sjúklingur og notaði því heila dollu (og skammast mín ekkert fyrir það)
Rauðlaukur (hálfur)
Blue Dragon satey sósa.
![]() |
Skál í kjúlla xoxo |
No comments:
Post a Comment