Eftir gærkvöldið sem ég eyddi í glamúr og glimmeri á Norðurpólnum með góðum vinum varð kvöldverðurinn vegna tímaskorts pylsa með öllu kl 00.30 því öskraði líkami minn á hollan mat.
Tónlist hússins var Pink Floyd - enda besta hljómsveit sem uppi hefur verið.
Ég átti 2 eldaðar kjúklingabringur inní ísskáp sem ég ofnabakaði og var undirstaðan að þessum rétti, jú og paprikan auðvitað. Ég tek alltaf til hráefnin sem ég nota og geng frá þeim um leið og ég er búin að nota þau. Síðan finnst best að vera með ruslatunnu við eldavélina þegar ég er að bardúsa. Ég byrjaði á því að saxa niður hálfan lauk og mýkja á pönnu ásamt einu hvítlauksrifi sem ég saxaði smátt. Notaði eins og 1 tsk af olíu Ég skar síðan niður 3 stilka af brokkolí (ég á alltaf frosið brokkolí inní frysti enda borðum við krónprinsinn það mjög oft ofnbakað ásamt graskeri, lauk, smá olíu (ásamt kryddi (uppskrift kemur síðar)). Brokkolí-ið fékk að fjúka útí ásamt 1/2 dós af Huntz (niðursneiddum) tómötum með basilikku og lét þetta malla í smá stund.
Kryddaði með chili kryddi, þurrkuðum kóríander, pipar og smá Maldon salti.
og vin hans. Ég skil ekki alveg konseptið föstudags-pizza sem flokkast í
mínum aðhaldsheimi undir e-ð sem á best heima á laugardegi
- nema auðvitað hveitikímspizzan sem er án alls sykurs, hveiti og sterkju.
Það er önnur saga. En pizza-brauðin sem við krónprinsinn
gerum okkur stundum á laugardögum er fittybrauð, pizzasósa, oregano, álegg (þeir vildu pepperoni og skinku) smá pizzaostur og pipar. Enda fáráðlega góð og fljótleg lausn þegar vantar e-ð fljótlegt og gott. :) Aftur að matnum. Mér fannst tómatabragðið of ríkjandi þannig að ég bætti meira af pipar, meira chili, hvítlaukskryddi og smá meira af salti útí og smakkaði þar til ég valhoppaði að ánægju yfir bragðinu.
Ég skar paprikurnar í tvennt og hreinsaði úr þeim og setti fyllinguna í. Ég var að elda fyrir einn og gerði að sjálfsögðu of mikla fyllingu þannig að þetta rúmast vel fyrir tvo. Þ.e. 2 paprikur. Ég splæsti í smá pizzaost ofaná og setti 4 bita af fetaost á hvora papriku, þetta fór í eldfast mót og beint inní ofn í 25 mínútur.
Reiddi þetta fram með kotasælu og vá hvað þetta er gott. Mæli með að allir prófi - hollt, gott og brjálæðislega æðislegt. Verði ykkur að góðu, kv. majae xoxo.
Ég skar paprikurnar í tvennt og hreinsaði úr þeim og setti fyllinguna í. Ég var að elda fyrir einn og gerði að sjálfsögðu of mikla fyllingu þannig að þetta rúmast vel fyrir tvo. Þ.e. 2 paprikur. Ég splæsti í smá pizzaost ofaná og setti 4 bita af fetaost á hvora papriku, þetta fór í eldfast mót og beint inní ofn í 25 mínútur.
Reiddi þetta fram með kotasælu og vá hvað þetta er gott. Mæli með að allir prófi - hollt, gott og brjálæðislega æðislegt. Verði ykkur að góðu, kv. majae xoxo.
Uppskrift
2 paprikur (rauðar)
1,5 bökuð kjúklingabringa (35 mín í ofni kryddað með pipar, maldon og chicken n steak)
3 brokkolístilkar
Huntz tómatar í dós (saxaðir) með basilikku
1/2 laukur
1 hvítlauksrif
Krydd: Hvítlaukskrydd, Maldon, Pipar, þurrkaður kóríander og chili duft.
Þessir borðuðu með bestu lyst undir yndislegum tónum þeirra bleiku. |
Oh Maja, þetta hljómar svo girnilega að ég verrrð að prufa þetta.
ReplyDeleteErtu svo til í að setja inn fleiri uppskriftir takk fyrir pent! :)
Dís
I think this is an informative post and it is very beneficial and knowledgeable. Therefore, I would like to thank you for the endeavors that you have made in writing this article. All the content is absolutely well-researched. Thanks... best pizza in tempe az
ReplyDelete