Sunday, February 23, 2014

Avacado samloka að hætti Joe & juice.

Ég fór um daginn á Joe & juice og bað Juice-bag-inn sem var að vinna þar að velja fyrir mig hádegisverð. Hann klikkaði svo sannarlega ekki og fékk ég svo guðdómlega samloku þar, sem ég ákvað að reyna að leika eftir - svona í tilefni konudagsins.

Ég uppgötvaði eftir rölt í búðina að það væri ekki til basillikka í kaupfélaginu þannig að ég varð að spila eftir eyranu.

Hráefni:
Fitty brauð
Mozarella ostur
Tómatur
Spínat
Hvítlaukspesto (grænt)
Avacado.

Kryddblanda:
Ítölsk kryddblanda (McCormick)
Basilliku krydd (Pottagaldrar)
Maldon salt
Olive olía

Ég byrjaði á því að rista brauðið og skar á meðan niður tómatana, avacado-ið og mozarella ostinn í þunnar sneiðar. Ég gjörsamlega elska avacado - eflaust útaf því það er kaloríumesti ávöxturinn. Story of my life.

Ég blandaði svo msk af olíu saman við smá slettu af salti, smá af basiliku kryddi og smá af ítalskri kryddblöndu og smurði "ytri" hliðarnar á brauðinu (s.s. þær hliðar sem snúa út á samlokunni).

Því næst smurði ég pesto á brauðið, raðaði svo spínatinu, mozarella ostinum tómötum og avocado-inu þar ofaná.

Mmmmmmmm.

Pakkaði svo samlokunni inní bökunarpappír, þrýsti á samlokuna og stillti ofnin á hæsta styrk og setti inní ofn á blástur í 3-5 mínútur.

Fékk mér ferskan appelsínusafa með þessu og get ekki annað sagt en að ég sé brjál sátt með þetta. Og rúmlega það. Ég meina hver þarf mann til að dekra við mann þegar maður hefur avacado ?


Mæli með að prófa - því þetta er klikk gott !



Tuesday, January 28, 2014

Kínóa með mango, svörtum baunum og rauðlauk

Kínóa kynntist ég þegar ég fór á námskeið hjá Heilsumömmunni sem var haldið í fyrra. Ég tók fullt af sniðugri vitneskju með mér heim sem ég hef nýtt mér óspart.

Upplýsingar um kínóa er t.d. hægt að fá hér á vefsíðu Transform en þar kemur fram að það er stútfullt af allskonar góðu fyrir okkur. Sterkja, sem finnst í grjónum og kartöflum er auka kolvetni sem ég hef ekkert við að gera og reyni ég að forðast hana að mestu. Nema þegar ég er auðvitað í ruglinu og ét til að gleyma.

Það er hægt að útfæra kínóa á allan mögulegan hátt og hef ég verið óhrædd við að setja allt sem til er í ískápnum útí til að djúsa það aðeins upp.

Í þetta skiptið nota ég uppskrift sem ég lærði á námskeiðinu góða. Svona að mestu leiti.

Kónóa:

2. dl kínóa - lagt í vatn í 30 mín eða lengur. Fínt að setja yfir nótt en þar sem ég gleymi því alltaf - þá     læt ég hálftíman duga.
1 dl. mangó, skorið í bita.
1 dós svartar baunir.
1 rauðlaukur
Grænmetiskraftur
Kúmen

Fyrst er blessað kínó-aið lagt í bleyti. Þeir sem eru skipulagðir leggja það í bleyti snemma. Ég yfirleitt gleymi því alltaf. Og læt það vera í köldu vatni í hálftíma. Við það að vera í köldu vatni þá skolast af því húðin sem er á því og það belgist út.

Því næst er það sigtað og sett í pott með tvöföldu magni af vatni. (4 dl vatn á móti 2 dl kínoa)


Látið sjóða í svona ca. 30 mín. Ég bæti eiginlega alltaf 1 dl að vatni til viðbótar. Grænmetisteningurinn og kúmenið (ca 1. tsk samt bara eftir smekk (smakka!!)



Þegar það er soðið er það sett í ísskáp til kælingar (það er líka mjög gott að vera með það     heitt, en magnó-ið verður svo fönkí ef maður kælir það ekki). Ef ég væri með spínat og lauk t.d. væri ég með það heitt.


Svörtu baunirnar skolaðar úr dósinni (hægt að kaupa líka sem maður leggur í bleyti). 


Allt jukkið tilbúið til að fara útí kínó-aið


Mixað og fínt. 


Kryddaði kjúklinginn með þessari baneitruðu og góðu blöndu. 


Borið fram með grænkáli og tómötum. Kreisí gott! 


Og þetta er brjál gott daginn eftir og daginn eftir það og einn til viðbótar!! Fínt að borða í hádeginu með einhverju grænmeti útí eða side diskur með harðsoðnum eggjahvítum eða hvað sem hugurinn girnist! 

Bon appetit!




Monday, January 6, 2014

Rise of the fallen

Hvernig getur verið liðið næstum því ár verið liðið frá síðustu færslu ? Ótrúlegt.

Það sýnir kannski hversu "aktvív" ég hef verið í ræktinni og matarræðinu. Hef haldið mig svona réttum megin í lífinu, með hálfan rassinn í ræktinni - borða semi hollt en er ekkert að stressa mig of mikið á mistökum. Tók nokkra mánuði í fjarþjálfun hjá Valgeir Gauta síðasta sumar og náði frábærum árangri. Ég er byrjuð aftur á lyftingarprógraminu frá honum.

Jólin voru æði þar sem hápunkturinn var kalkúnninn sem Guðjón vinur minn eldaði hérna í árlegu matarboði sem ég held. Annars var gætt sér á hamborgarhrygg, hægelduðum nautalundum, nóg af graflaxi og alltof mikið af súkkulaðimús.

Fyrir konu sem nægir að horfa á rauða kók til þess að fitna. Þá er eins gott að breyta þessu hið snarasta.

Árið 2014 er tíminn til að hrista uppí þessu og koma sér af stað á ný.

Ég dældi áðan inn fullt af hollum hugmyndum af mat á borð sem ég var að búa til á Pinterest, sjá hér.

Nú er það bara fulla ferð áfram eða, eins og ég ætla að tagga instagram færslurnar mínar af matnum sem ég er að brasa, #letsdothis

Þið finnið mig á pinterest undir www.pinterest.com/mariaeinarz

Þið finnið mig á instagram undir maria_einarz

Þið finnið mig á twitter á gamla netheimanafni mínu twitter.com/majae

Komið að leika !

En yfir í alvöruna....



Í kvöld borðaði ég mat sem er rosalega oft hérna á virkum dögum. Syni mínum til mikillar ánægju.

Ég bakaði kjúklingabringu með slatta af Chicken and steak kryddi og Svörtum pipar frá Santa Maria. Notaði ca. 1/2 msk af olíu til að pensla aðeins bringurnar.

Með bringunum var ég með bakað grasker: ég afhýddi það, skar niður í sneiðar og setti á bökunarpappír. Penslaði með smá olíu og kryddaði með herbamare og pipar. (báðum megin).

Setti graskerið inní ofn á 200 og ca. 15 mín síðar setti ég kjúklingabringurnar (set þær líka á bökunarpappír - mér leiðist uppvask).

Skar niður vínber og smá gúrku og blandaði við ca 2 lúgur af sallati. Bætti smá feta útí.

Þetta bar ég fram með kotasælu sem ég pipraði rosalega vel.

Rosalega góð og þægileg máltíð. Ég elda alltaf nóg til að eiga daginn eftir til að spara mér smá tíma í eldhúsinu. Jafnvel þó það sé uppáhalds staðurinn minn í húsinu.

Vonandi prófið þið og smakkast vel.

Þangað til næst.

xoxo