Tuesday, October 23, 2012

Hveitikímspizza

Við krónprinsin elskum pizzur. Þar sem hveiti er frá djöflinum (fyrir mig) þá hef ég aðlagað uppskrift sem ég fékk hjá Ástu Kristínu, matarbloggara á hveitikími þannig að þetta er uppáhalds hversdagsmaturinn okkar.

Þetta er kannski bras í fyrstu skiptin sem þú gerir þetta en við krónprinsinn erum orðin svo sjóuð í þessu að við erum  í enga stund að rigga uppí 2 pizzur núna í seinni tíð. Ég geri hverja uppskrift fyrir sig (þ.e. mæli og blanda hvern skammt fyrir sig).Mögulega er það sérviska - en mér finnst þær bragðast betur þannig.

Ég byrja á að vikta 30 g af hveitikíminu, og kryddin fara útí ásamt ca 2 msk af vatni. Þetta er nú frekar blaut klessa en ekki vera hrædd - blandið þessu saman !

Hér hefst smá föndur sem ég lærði af Ástu Kristínu - en þú smyrð bökunarpappír (2 stk, undir og yfir) með olíu. Leggur degið á annan bökunarpappírinn og leggur hinn smurða djöfulinn ofaná deigklessuna. Því næst þrýstiru degið niður með bók, skurðbretti eða öðru handhægu. Þetta á að vera þunnt - en samt ekki þannig að þetta fari í sundur.

Þegar þetta er orðið svolítið sexy er þessu skutlað inní ofn í 5 mín (180°) og á meðan græjar þú hina pizzuna. Ég hef eldað pizzu fyrir fjóra í svona færibandastíl og það var pís of keik.

Þegar 5 mín eru liðnar þá tek ég pizzuna út, set pizzusósu, ost og oregano (MIKILVÆGT). Pizza án oregons er eins og fiskur án reiðhjóls ? Ekki sleppa því !!!

Þá er sett áleggið ofaná og ég sker allt áleggið niður í litla bita og set mikið af því. Ég er mjög hrifin af lauk en fyrir þá sem eru í rómantíkinni - þá kannski slökum við aðeins varðandi laukskammastærðina.

Þegar áleggin eru komin ofaná þá er smá ostur yfir allt saman og pipar yfir (MIKILVÆGT). Bakað síðan í 15-20 mín á 180-200°(þangað til allt orðið brúnt og crispy).

Fáráðlega hollur og góður kvöldmatur og í miklu uppáhaldi hérna hjá okkur í Jaðarselinu.


Uppskrift (1 skammtur):

30 g. hveitikím (hveitikímið er geymt inní kæli hjá grænmetinu).
1/2 msk ca chili duft,
1/2 msk hvítlauksduft
1/2 msk pipar
1/2 msk oregano
Pepperoni,
skinka
sveppir
laukur
og allt það sem hugurinn girnist.


Þetta er borið fram með kotasælu. !!


































Á morgun er ég að fara að gera tilraun á rétt sem ég fann á vef morgunblaðsins og ég er ógeð spennt - enda náttfatapartí hjá stúlkunum mínum hér á Bifröst. Við hötum það ekki.

Thursday, October 18, 2012

Auðveldur og fljótlegur kjúklingaréttur sem gleður hjartað.

Þetta er einn uppáhaldsrétturinn minn sem er reyndar flokkað undir spari hjá mér, nammidagsréttur ef svo má að orði komast. Kús kús og sósan í honum eru ekki óhollar pörseij – en þegar þú ert að reyna að losa þig við áralangan vetraforða þá er betra að nýta sér svona sull á hátíðardögum/laugadögum. Ég er að trappa mig niður eftir vitabarsborgarnn í gær og því leyfi ég mér svona veislu á fimmtudegi. Heróínfíklar fá t.d. morfín þegar þeir eru að rétta sig af.

Ég fékk uppskriftina af þessu hjá Guðrúnu Björg sem fékk hana hjá Marín á þeim tíma þegar þær unnu með mér á Bibbz. (Júdasar) – Reyndar er uppskriftin mögulega e-ð öðruvísi en þetta er svona meira og minna frá þeim stöllunum.

Þetta er fínn réttur fyrir 4 meðal-mat-granna. (konuhlutföll) og mæli ég með set-listanum af celibration day tónleikum Zeppelin með þessum rétt.


Maður byrjar á því að skera niður 3 bringur (600 gr), það er vel hægt að leika sér með hlutföllin og klæða stakk eftir vexti.  Steikir þær og ég sulla kryddum útá, kjúklingakryddi, maldon og pipar t.d. Ég er mjög sérstök varðandi matinn minn og ég vill hafa hann smátt skorinn. Í höfðinu á mér er maturinn betri á bragðið þannig. Trust me.

Á meðan það brúnast er fínt að hita vatn og græja kúskús-ið. (upplýsingar aftan á pakka, ég nota einn poka líkt og ég keypti núna (e-ð voða fansí með sólþurrkuðum og allskyns gúmmulaði útí) ef ég er með venjulegt kús kús miða ég við fyrir 3-4). Fínt er að nota olíuna úr fetaostinum útá kús kús-ið. Áhugavert væri að gera tilraun með bankabygg líka ?

Hræra í kjúklingnum smá.

Skera niður rauðlauk – ég vill hafa mikið af rauðlauk og því nota ég heilan. Þeir sem vilja fara í sleik síðar um kvöldið mega minnka laukmagnið.

Þar sem krónprinsinn var að borða með mér hafði ég lítið af sólþurrkuðum. Skar þá niður í nifteindir (3-4 stykki) og blandaði útí. Hann mun aldrei vita af því, múahahahhaha. Annars fer ég heldur frjálslega með sólþurrkuðu þegar hann borðar ekki - því meira því betra - fer eftir sköpum og stund.

Þá ætti kjúklingurinn að vera orðinn brúnn og fínn og því upplagt að setja Blue Dragon Satey sósuna (ég elska þessar vörur, það er allt gott sem kemur frá bláa drekanum) út á pönnuna og hita hana aðeins. Ég bæti almennt grískri eða sýrðum (5%) útá, 2 msk til að drýgja sósuna. Gleymdi að kaupa slíkan varning í bónus þannig að ég var ekkert að bæta útí. 

Síðan kemur það skemmtilega – sullar öllu kjúklina-sósu-gumsinu í skál, kús-kús útí, spínat næst, þar næst, fetaostur, sólþurrkaður og rauðlaukur. Hrærir saman án þess að fórna spínatinu í of miklar klessur.


Þetta er borið fram með ást og hamingju

 *Ég hef reyndar stundum splæst smá smyrslu af smjöri yfir Fitty brauð, ost yfir það, smá olíu ofaná ostinn og hvítlauksduft yfir það og inní ofn á blástur í 10 mín ca. Eða ef þið eruð grand – mögulega hvítlauksbrauð sem keypt er útí búð. Ég tími ekki kaloríunum mínum í slíkt núna í meistaramánuði og því sleppi ég brauðinu enda stendur þessi réttur alveg vel einn.

Uppskrift: 

3 bringur (600 gr) 
Spínat myndi skjóta á 30-40 g. 
Salt, pipar og kjúklingakrydd. 
Sólþurrkaðir tómatar (notaði 3-4 en fer eftir smekk manna) 
Feta ostur. Ég er forfallinn feta-sjúklingur og notaði því heila dollu (og skammast mín ekkert fyrir það) 
Rauðlaukur (hálfur) 
Blue Dragon satey sósa.

Skál í kjúlla xoxo