
Þetta er kannski bras í fyrstu skiptin sem þú gerir þetta en við krónprinsinn erum orðin svo sjóuð í þessu að við erum í enga stund að rigga uppí 2 pizzur núna í seinni tíð. Ég geri hverja uppskrift fyrir sig (þ.e. mæli og blanda hvern skammt fyrir sig).Mögulega er það sérviska - en mér finnst þær bragðast betur þannig.

Ég byrja á að vikta 30 g af hveitikíminu, og kryddin fara útí ásamt ca 2 msk af vatni. Þetta er nú frekar blaut klessa en ekki vera hrædd - blandið þessu saman !
Hér hefst smá föndur sem ég lærði af Ástu Kristínu - en þú smyrð bökunarpappír (2 stk, undir og yfir) með olíu. Leggur degið á annan bökunarpappírinn og leggur hinn smurða djöfulinn ofaná deigklessuna. Því næst þrýstiru degið niður með bók, skurðbretti eða öðru handhægu. Þetta á að vera þunnt - en samt ekki þannig að þetta fari í sundur.
Þegar þetta er orðið svolítið sexy er þessu skutlað inní ofn í 5 mín (180°) og á meðan græjar þú hina pizzuna. Ég hef eldað pizzu fyrir fjóra í svona færibandastíl og það var pís of keik.
Þegar 5 mín eru liðnar þá tek ég pizzuna út, set pizzusósu, ost og oregano (MIKILVÆGT). Pizza án oregons er eins og fiskur án reiðhjóls ? Ekki sleppa því !!!

Þá er sett áleggið ofaná og ég sker allt áleggið niður í litla bita og set mikið af því. Ég er mjög hrifin af lauk en fyrir þá sem eru í rómantíkinni - þá kannski slökum við aðeins varðandi laukskammastærðina.
Þegar áleggin eru komin ofaná þá er smá ostur yfir allt saman og pipar yfir (MIKILVÆGT). Bakað síðan í 15-20 mín á 180-200°(þangað til allt orðið brúnt og crispy).
Fáráðlega hollur og góður kvöldmatur og í miklu uppáhaldi hérna hjá okkur í Jaðarselinu.
Uppskrift (1 skammtur):
30 g. hveitikím (hveitikímið er geymt inní kæli hjá grænmetinu).
1/2 msk hvítlauksduft
1/2 msk pipar
1/2 msk oregano
Pepperoni,
skinka
sveppir
laukur
og allt það sem hugurinn girnist.
Þetta er borið fram með kotasælu. !!
Á morgun er ég að fara að gera tilraun á rétt sem ég fann á vef morgunblaðsins og ég er ógeð spennt - enda náttfatapartí hjá stúlkunum mínum hér á Bifröst. Við hötum það ekki.