Ég fór um daginn á Joe & juice og bað Juice-bag-inn sem var að vinna þar að velja fyrir mig hádegisverð. Hann klikkaði svo sannarlega ekki og fékk ég svo guðdómlega samloku þar, sem ég ákvað að reyna að leika eftir - svona í tilefni konudagsins.

Ég uppgötvaði eftir rölt í búðina að það væri ekki til basillikka í kaupfélaginu þannig að ég varð að spila eftir eyranu.
Hráefni:
Fitty brauð
Mozarella ostur
Tómatur
Spínat
Hvítlaukspesto (grænt)
Avacado.
Kryddblanda:
Ítölsk kryddblanda (McCormick)
Basilliku krydd (Pottagaldrar)
Maldon salt
Olive olía

Ég byrjaði á því að rista brauðið og skar á meðan niður tómatana, avacado-ið og mozarella ostinn í þunnar sneiðar. Ég gjörsamlega elska avacado - eflaust útaf því það er kaloríumesti ávöxturinn. Story of my life.

Ég blandaði svo msk af olíu saman við smá slettu af salti, smá af basiliku kryddi og smá af ítalskri kryddblöndu og smurði "ytri" hliðarnar á brauðinu (s.s. þær hliðar sem snúa út á samlokunni).
Því næst smurði ég pesto á brauðið, raðaði svo spínatinu, mozarella ostinum tómötum og avocado-inu þar ofaná.
Mmmmmmmm.
Pakkaði svo samlokunni inní bökunarpappír, þrýsti á samlokuna og stillti ofnin á hæsta styrk og setti inní ofn á blástur í 3-5 mínútur.
Fékk mér ferskan appelsínusafa með þessu og get ekki annað sagt en að ég sé brjál sátt með þetta. Og rúmlega það. Ég meina hver þarf mann til að dekra við mann þegar maður hefur avacado ?
Mæli með að prófa - því þetta er klikk gott !